Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

borga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 láta (e-n) fá greiðslu eða borgun (fyrir e-ð)
 dæmi: hún borgaði honum vinnuna
 dæmi: ertu búinn að borga leigubílstjóranum?
 dæmi: fyrirtækið borgar ferðakostnaðinn
 dæmi: við borguðum reikninginn
 borga af <láninu>
 
 greiða afborgun af láninu
 borga inn á <reikninginn>
 
 borga hluta af reikningnum fyrirfram
 borga upp <skuldina>
 
 borga skuldina að fullu
 borga út <launin>
 
 greiða launþega launin sín
 borga út í hönd
 
 borga strax, í reiðufé
 það borgar sig að <gera við þakið>
 
 það er skynsamlegt, hagkvæmt að gera við þakið
  
orðasambönd:
 borga brúsann
 
 verða að borga e-ð dýrt, leggja í mikinn kostnað
 dæmi: aðgerðin kostar milljón og ríkið þarf að borga brúsann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík