Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

binda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 festa (e-ð) með bandi
 dæmi: hún bindur hnút á bandið
 dæmi: hann batt snæri um kassann
 dæmi: bófarnir bundu fyrir munninn á þeim
 dæmi: ég batt blómin saman með borða
 dæmi: fangarnir voru bundnir
 dæmi: báturinn var bundinn við bryggjuna
 dæmi: það er ekkert sem bindur mig við þessa borg
 2
 
 binda um <sárið>
 
 setja umbúðir um sárið
 dæmi: það þurfti að binda um handlegginn á henni
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 festa (e-ð)
 dæmi: trjáræturnar binda moldina
 dæmi: rauðu blóðkornin binda súrefni
 4
 
 <fuglategundin> er bundin við <svæðið>
 
 hún er takmörkuð við það svæði
 dæmi: tungumálið er bundið við manninn
 5
 
 binda <þetta> fastmælum
 
 ákveða þetta (sín á milli)
 dæmi: þau bundu það fastmælum að hittast á kaffihúsi
  
orðasambönd:
 binda vonir við <þetta>
 
 vonast til að þetta reynist vel
 dæmi: miklar vonir eru bundnar við nýja lyfið
 eiga um sárt að binda
 
 hafa orðið fyrir miklum missi eða áfalli
 dæmi: fjölskyldan á um sárt að binda eftir fráfall föðurins
 bindast
 bundinn
 bindandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík