Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

berjast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 eiga í bardaga (hver við annan)
 dæmi: herinn barðist hetjulega og tókst að verjast árásinni
 dæmi: þeir börðust af mikilli hörku og létu höggin dynja hvor á öðrum
 berjast fyrir <þessu>
 
 vera virkur í stuðningi við (e-ð)
 dæmi: samtökin berjast fyrir réttindum minnihlutahópa
 dæmi: hann berst fyrir forræði yfir dóttur sinni
 berjast gegn <þessu>
 
 vera virkur í andstöðu gegn (e-u)
 dæmi: íbúarnir berjast gegn því að skólanum verði lokað
 berjast um <sigurinn>
 
 eiga í baráttu um (e-ð), keppa um (e-ð)
 dæmi: þeir berjast um völdin í flokknum
 dæmi: systkinin berjast um athygli foreldranna
 berjast við <hann>
 
 heyja bardaga við (e-n), etja kappi við (e-n)
 dæmi: hann var svo sterkur að enginn treysti sér til að berjast við hann
 2
 
 berjast um
 
 bylta sér ákaft (til að losa sig), sprikla
 dæmi: hann barðist um í sjónum og reyndi að komast aftur upp í bátinn
 3
 
 (um hjarta) hreyfast ákaft, slá hratt
 dæmi: hjartað barðist ákaft í brjósti hennar, átti hún að svara í símann?
 berja
 barinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík