Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 bera so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 flytja (e-ð) í höndunum, halda á (e-u)
 dæmi: hann bar ferðatöskuna út í bíl
 dæmi: við bárum sófann á milli okkar
 dæmi: þjónar báru matinn á borðin
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 vera með (e-ð) á sér, á líkamanum
 dæmi: lögreglan ber venjulega ekki vopn
 dæmi: hún bar dýra skartgripi
 bera þess merki
 
 hafa það sýnilegt
 dæmi: hann bar þess engin merki að hann væri reiður
 3
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 flytja, færa (t.d. frétt, boð)
 dæmi: hún bar mér fréttir af barnsfæðingunni
 dæmi: hann lofaði að bera henni kveðju mína
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 eignast afkvæmi (um kind, kú)
 dæmi: ærin bar tveimur lömbum
 5
 
 bera sig vel
 
 vera rólegur, kvarta ekki
 dæmi: hann bar sig vel þrátt fyrir gjaldþrotið
 bera sig illa
 
 vera aumur, kvarta
 6
 
 <verslunin> ber sig
 
 verslunin er rekin með hagnaði
 dæmi: reksturinn bar sig ekki fyrsta árið
 7
 
 frumlag: þolfall
 (oft á hafi) hreyfast í e-a átt fyrir utanaðkomandi öflum, reka
 dæmi: bátinn bar að landi í lítilli vík
 8
 
 frumlag: þolfall
 sjást fyrir framan (e-ð)
 dæmi: kirkjuna ber við himin uppi á hæðinni
 9
 
 frumlag: þolfall
 <erfiðleika> ber að höndum
 
 erfiðleikar koma upp
 <málefnið> ber á góma
 
 málefnið er umræðuefni
 10
 
 frumlag: þágufall
 hafa (e-a) skyldu, eiga (að gera e-ð)
 dæmi: starfsmönnum ber að hlýða yfirmanni sínum
 11
 
 bera + að
 
 a
 
 bera sig <þannig> að
 
 fara þannig að, gera e-ð þannig
 dæmi: hvernig á að bera sig að við að planta trjám?
 b
 
 <óhappið> ber <þannig> að
 
 frumlag: þolfall
 óhappið vill þannig til, atvikast, gerist á þann hátt
 dæmi: við vitum ekki hvernig slysið bar að
 12
 
 bera + af
 
 a
 
 bera af (öðrum)
 
 standa miklu framar öðrum
 dæmi: þetta málverk er fallegast, það ber af
 dæmi: hann ber af öðrum nemendum í bekknum
 b
 
 bera af sér <höggið>
 
 hlífa sér við högginu með höndunum eða vopni
 13
 
 bera + á
 
 a
 
 bera <krem> á <andlitið>
 
 smyrja kremi á andlitið
 dæmi: hann bar skósvertu á skóna
 bera á túnið
 
 dreifa áburði á túnið
 b
 
 það ber <mikið> á <þessu>
 
 þetta sést vel, er áberandi
 dæmi: í vortískunni ber mikið á litríkum kjólum
 dæmi: lítið hefur borið á flensu í vetur
 láta lítið á sér bera
 
 gera sig fyrirferðarlítinn
 <ganga út> svo lítið ber á
 c
 
 bera á <hana> sakir
 
 ásaka hana um e-ð
 14
 
 bera + á móti
 
 bera á móti <þessu>
 
 andmæla þessu
 dæmi: hún bar á móti því að hún væri óstundvís
 15
 
 bera + fram
 
 a
 
 bera fram <orðið>
 
 hafa vissan framburð á orðinu
 dæmi: Íslendingum finnst oft erfitt að bera fram dönsku
 b
 
 bera fram <veitingar>
 
 leggja veitingar á borð
 dæmi: í veislunni voru bornir fram kaldir réttir
 c
 
 bera fram <mótmæli>
 
 koma með, viðhafa mótmæli
 dæmi: má ég bera fram tillögu?
 16
 
 bera + fyrir
 
 a
 
 það ber <margt> fyrir <mig>
 
 margt kemur fyrir mig
 dæmi: hvað bar helst fyrir ykkur í Kína?
 dæmi: lítið hafði borið fyrir í sveitinni það ár
 <margt> ber fyrir augu
 
 það er margt að sjá
 b
 
 bera fyrir sig <minnisleysi>
 
 (reyna að) nota minnisleysi sér til afsökunar
 17
 
 bera + með
 
 a
 
 bera <þetta> með sér
 
 hafa slíkt yfirbragð
 dæmi: hún ber það með sér að hún hefur aldrei unnið verkamannavinnu
 b
 
 <mýflugan> ber með sér <sjúkdóminn>
 
 mýflugan dreifir sjúkdómnum
 18
 
 bera + niður
 
 bera <þar> niður
 
 opna bókina á þeim stað
 dæmi: hann bar niður í miðri sögunni
 19
 
 bera + saman
 
 a
 
 bera saman <þetta tvennt>
 
 gera samanburð á þessu tvennu
 dæmi: ég bar saman litina og sá að annar var dekkri
 bera <þetta> saman við <hitt>
 
 dæmi: við getum ekki borið kindur saman við kýr
 b
 
 <þeim> ber saman
 
 frumlag: þágufall
 þau segja sömu sögu, hafa það sama að segja
 dæmi: bílstjórunum bar ekki saman um orsakir árekstursins
 <þeim> ber saman um <þetta>
 
 frumlag: þágufall
 þær eru sammála um þetta
 20
 
 bera + til
 
 a
 
 það ber til
 
 það gerist, á sér stað
 dæmi: það bar til dag einn að óvæntur gestur kom í heimsókn
 hvað ber til?
 
 hvernig stendur á þessu?
 dæmi: hvað ber til að hún er í góðu skapi?
 b
 
 hafa <margt> til að bera
 
 hafa marga eiginleika eða kosti
 dæmi: hún hefur ýmislegt til að bera sem góður kennari
 21
 
 bera + undir
 
 bera <textann> undir <hana>
 
 ráðfæra sig við hana varðandi textann
 dæmi: hann bar það undir lækninn sinn hvort hann gæti farið í langferð
 22
 
 bera + upp
 
 a
 
 bera upp <erindið>
 
 segja erindi sitt
 dæmi: tillagan var borin upp á fundinum
 b
 
 frumlag: þolfall
 <1. maí> ber upp á <laugardag>
 
 1. maí lendir á laugardegi
 23
 
 bera + utan á
 
 bera <auðæfin> utan á sér
 
 vera sýnilega ríkur
 24
 
 bera + út
 
 a
 
 bera út póst
 
 dreifa póstinum í húsin
 bera út dagblöð
 b
 
 bera út <söguna>
 
 segja mönnum söguna, dreifa henni meðal fólks
 c
 
 bera út <leigjandann>
 
 koma honum út með valdi (t.d. af því að hann borgaði ekki leiguna)
 d
 
 bera út barn
 
 skilja barn eftir úti á víðavangi til að það deyi
 25
 
 bera + út af
 
 það má ekkert út af bera
 
 ekkert má fara úrskeiðis
 26
 
 bera + við
 
 a
 
 það ber við
 
 það kemur fyrir
 dæmi: það bar stundum við að hún þurfti að vinna á kvöldin
 b
 
 bera við <lasleika>
 
 nota lasleika sér til afsökunar
 dæmi: hann var heima og bar við veikindum
 c
 
 frumlag: þolfall
 <kirkjuna> ber við <himin>
 
 kirkjan gnæfir upp við himin, hefur himininn í bakgrunni
 berast
 borinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík