Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

allur fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 1
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) með greini
 (um tiltekinn hóp eða afmarkað fyrirbæri, tímabil o.s.frv.) í heild
 dæmi: hann bauð allri fjölskyldunni í mat
 dæmi: mig verkjaði í allan skrokkinn eftir átökin
 dæmi: ferðalagið tók allt kvöldið og mestalla nóttina
 dæmi: bærinn er allur á kafi í snjó
 dæmi: öllum tónleikunum var útvarpað
 2
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) án greinis
 hvers kyns, það sem tilheyrir einhverju (t.d. hlut, safni eða fyrirbæri) í heild sinni
 dæmi: hann fær allan kostnað greiddan
 dæmi: þau leigðu íbúð með öllum húsbúnaði
 dæmi: stofan var falleg en laus við allan íburð
 3
 
 (með nafnorði eða persónufornafni sem vísar til fólks) til áherslu, undirstrikar að manneskja gefi sig gjörsamlega að einhverju eða að eitthvað hafi víðtæk áhrif á hana
 dæmi: á endanum var henni allri lokið og hún fór að skæla
 dæmi: stelpan iðaði öll í sætinu af spenningi
 dæmi: krakkarnir lögðu sig alla fram enda gekk þeim vel í prófunum
 allir
 allt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík