Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

allir fn
 
framburður
 óákveðið fornafn
 form: fleirtala
 1
 
 form: karlkyn
 sérstætt
 (um fólk almennt) hver einn og einasti
 dæmi: allir voru sammála um að ljúka verkinu sem fyrst
 dæmi: það er öllum hollt að hreyfa sig
 dæmi: í þorpinu þekktu allir alla
 dæmi: hans óskir ganga fyrir óskum allra annarra
 2
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) án greinis
 hver og einn þeirra einstaklinga, hluta eða fyrirbæra sem vísað er til, án undantekninga
 dæmi: allir bræðurnir búa hér í bænum
 dæmi: nemendurnir áttu að lesa allar greinarnar í bókinni
 dæmi: þau ýttu frá sér öllum áhyggjum
 dæmi: þarna voru blóm í öllum regnbogans litum
 3
 
 form: eignarfall
 til áherslu
 (með efsta stigi lýsingarorðs eða atviksorðs) af öllum
 dæmi: verkakonur eru meðal allra lægst launuðu starfsstétta landsins
 dæmi: það skildi enginn hvernig þetta gerðist, allra síst litlu krakkarnir
  
orðasambönd:
 öllum stundum
 
 sem atviksorð
 alltaf, langtímum saman
 dæmi: stelpan sat og teiknaði öllum stundum
 vera ekki allra
 
 vera ómannblendinn, ná ekki sambandi við allt fólk
 dæmi: maðurinn bjó afskekkt og var ekki allra
 allur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík