Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Myndir Orð vikunnar


Íslensk nútímamálsorðabók

Íslensk nútímamálsorðabók er nýtt verk sem eingöngu er birt á vefnum. Orðabókin er búin til hjá orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) í Reykjavík. Orðaforðinn er um 50 þúsund uppflettiorð sem samsvarar meðalstórri orðabók. Reglulega bætast þó við ný orð og orðskýringar. Beygingar orða eru gefnar með tenglum í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Víða er að finna myndskreytingar og einnig eru hljóðritanir á framburði orðanna. Undirstaða þessa verks er margmála orðabókin ISLEX sem SÁM gefur einnig út.

Athugið að orðabókin er enn í vinnslu og að skýringarnar við sum orðin eru ekki fullmótaðar.


Leiðbeiningar um heimildarvísun í orðabókina (fyrir t.d. ritgerðir og greinar).
Reglur um framsetningu á vefheimildum hafa verið nokkuð á reiki. Ein leið er að vitna í veforðabókina á þennan hátt:

Íslensk nútímamálsorðabók. Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir (ritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. <http://islenskordabok.is/> (febrúar 2020)

loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík