Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hver sinn fn
 
framburður
 1
 
 (um þrjá eða fleiri) dreifimerking (vísar til liðar, oft(ast) frumlags, sem er í fleirtölu eða samsettur) - tvíyrt fornafn; báðir hlutar beygjast (sbr. "hver" og "sinn") en sambeygjast ekki; "hver" lagar sig að orðinu sem það vísar til en "sinn" að orðinu sem það stendur með (og stjórnast af sögn eða forsetningu)
 dæmi: hver er sinnar gæfu smiður
 dæmi: hver landshluti hefur sín sérkenni
 dæmi: lesendur skilja söguna hver með sínum hætti
 dæmi: íbúarnir skiptust á að skúra stigaganginn, sína vikuna hver
 2
 
 (um þrjá eða fleiri) eignarmerking: sams konar eign tilheyrir hverjum fyrir sig - tvíyrt fornafn; báðir hlutar beygjast (sbr. "hver" og "sinn") en sambeygjast ekki; "hver" lagar sig að orðinu sem það vísar til en "sinn" að orðinu sem það stendur með (og stjórnast af sögn eða forsetningu)
 dæmi: félagarnir tóku hver sinn bakpoka og héldu áfram göngunni
 dæmi: systkinin bjuggu öll í sama húsi en hvert í sinni íbúð
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík