Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bjarga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 hjálpa (e-m) út úr hættu eða vandræðum
 dæmi: hún bjargaði lífi mínu
 dæmi: hann bjargaði barni frá drukknun
 dæmi: þeir björguðu mönnunum af skipinu
 dæmi: honum var bjargað úr rústunum
 dæmi: slökkviliðinu tókst að bjarga miklum verðmætum
 dæmi: betri rekstur gæti bjargað fyrirtækinu
 dæmi: hann bjargaði ketti niður úr trénu
 dæmi: hún laug til að bjarga sér úr vandræðunum
 2
 
 bjarga sér
 
 komast af, finna úrræði eða leið
 dæmi: hún getur ekki bjargað sér ein í þessari borg
 dæmi: við erum hugrökk og björgum okkur við allar aðstæður
 bjarga sér á <þýsku>
 
 geta gert sig skiljanlegan á þýsku
 dæmi: eftir tvo mánuði gat hann bjargað sér á ítölsku
 3
 
 bjarga <henni> um <peninga>
 
 útvega (lána eða gefa) henni peninga
 dæmi: geturðu bjargað mér um dálítinn sykur?
 bjargast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík