Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

bíta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 klemma (e-ð) fast með tönnunum
 dæmi: passaðu þig, hundurinn bítur
 dæmi: hún beit bandið í sundur
 bíta í <brauðið>
 bíta á vörina
 <fiskurinn> bítur á (agnið)
 2
 
 bíta gras
 
 éta gras (um skepnur)
 3
 
 vinna eða hrína á (e-u/e-m)
 það bítur ekkert á <hann>
 <gagnrýnin> bítur ekki á <hann>
 <hana> bíta engin vopn
 
 vopn vinna ekki á henni
 4
 
 vera hvass, skarpur (um hníf og skæri)
 dæmi: þessi hnífur bítur vel
 5
 
 nísta, vera kaldur
 dæmi: frostið beit kinnar hennar
 6
 
 bíta <hana> af sér
 
 losna við hana
 dæmi: henni tókst með klókindum að bíta blaðamennina af sér
  
orðasambönd:
 bíta á jaxlinn
 
 herða sig upp í e-u
 hafa nóg að bíta og brenna
 
 hafa næg efni til að framfleyta sér
 bítast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík