Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

heita so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 bera tiltekið nafn
 dæmi: hvað heitir hún?
 dæmi: fjallið heitir Esja
 dæmi: hún hét réttu nafni Sif
 2
 
 fallstjórn: (þágufall +) þágufall
 lofa (e-u) hátíðlega
 dæmi: ég heiti þér þessu
 dæmi: hann hét því að skila aftur peningunum
 3
 
 heita á <Óðin>
 
 biðja til Óðins, ákalla Óðin (sér til hjálpar)
 dæmi: þeir hétu á dýrlinginn að koma sér til bjargar
 4
 
 frumlag: þágufall
 ferðinni er heitið <til borgarinnar>
 
 borgin er takmark ferðarinnar
 dæmi: hvert er ferðinni heitið?
 5
 
 láta <þetta> gott heita
 
 láta það nægja, vera sáttur við þetta
 dæmi: ég þagði og lét þetta gott heita
 það á að heita svo
 
 það er svo í orði kveðnu
 dæmi: það á að heita svo að göturnar séu sópaðar
 það má heita <svo>
 
 það er næstum <þannig>
 dæmi: það mátti heita fullvíst að hann væri með peningana
 það getur ekki heitið
 
 það er ekki hægt að halda því fram (að svo sé)
 dæmi: það getur ekki heitið að komið hafi full dagsbirta í dag
 það er ekkert sem heitir
 
 það þýðir ekkert annað
 dæmi: þú verður að skila ritgerðinni, það er ekkert sem heitir
 <þetta> á að heita <sparnaður>
 
 þetta á að vera sparnaður (en er það í raun ekki)
 dæmi: hún á að heita lærður kokkur
 dæmi: herbergið átti að heita með sjónvarpi en það sást hvergi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík