Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

veggur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sá hluti byggingar, úr grjóti, torfi, timbri eða steinsteypu, sem lykur um hana, skiptir henni í hluta, markar lofthæð og þakið hvílir á
 2
 
 steypt eða hlaðið skilrúm um húsagarð
 3
 
 (í örnefnum) klettabelti, hamrabelti
  
orðasambönd:
 fara með veggjum
 
 læðast um, láta lítið bera á sér
 ganga á vegg
 
 rekast á hindranir
 reka sig á vegg
 
 rekast á hindrun
 stilla <honum> upp við vegg
 
 setja honum úrslitakosti
 <hér> er vítt til veggja
 
 hér er mikið rými
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík