Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

steinn no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 moli úr hörðu bergi
 2
 
 hart fræ, t.d. í epli, melónu, mangó, appelsínu og ferskju
 3
 
 óformlegt
 fangelsi
 dæmi: hann situr í steininum
  
orðasambönd:
 leggja stein í götu <hans>
 
 vera honum til hindrunar
 nú tekur steininn úr
 
 nú er komið nóg, nú er (mér) ofboðið
 vera sestur í helgan stein
 
 vera hættur störfum, kominn á eftirlaun
 vera milli steins og sleggju
 
 vera í erfiðri aðstöðu
 það stendur ekki steinn yfir steini
 
 allt er í rúst
 þar liggur fiskur undir steini
 
 þar býr e-ð (vafasamt) undir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík