Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ala so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 láta frá sér afkvæmi (um konu), fæða
 dæmi: hún ól barn um nóttina
 2
 
 fóðra (e-n)
 dæmi: ég el köttinn mest á kattamat
 dæmi: kálfarnir eru aldir á mjólk
 dæmi: það þarf að ala eldisfiskana vel
 3
 
 ala + af
 
 ala af sér <hugmyndir>
 
 dæmi: þessi stefna ól af sér hatur og þjáningar
 dæmi: þjóðin hefur alið af sér mörg skáld og rithöfunda
 4
 
 ala + á
 
 ala á <ótta>
 
 kynda undir, örva ótta
 dæmi: þessi stjórnmálamaður elur á tortryggni kjósenda
 5
 
 ala + með
 
 ala með sér <draum>
 
 eiga sér draum, búa yfir draumi
 dæmi: hún ól með sér þá von að geta flutt úr borginni
 6
 
 ala + upp
 
 ala <hana> upp
 annast hana, hugsa um hana í æsku og uppvexti
 dæmi: þau hafa alið upp sex börn
  
orðasambönd:
 ala (allan) aldur sinn <þar>
 
 búa þar alla sína tíð
 dæmi: flest barna þeirra ólu aldur sinn á Íslandi
 ala manninn <þar>
 
 dvelja þar
 dæmi: hvar hefur þú alið manninn í vetur?
 ala önn fyrir <henni>
 
 annast hana, sjá um hana, hugsa um hana
 dæmi: hann ól önn fyrir aldraðri móður sinni
 ala <von> í brjósti
 
 eiga sér von, búa yfir von
 dæmi: hún elur þann draum í brjósti að verða skáld
 alast
 alinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík