Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 hvert fn
 
framburður
 form: hvorugkyn
 1
 
 (í upphafi beinnar spurningar eða spurnaraukasetningar; um þrjá eða fleiri; með eignarfallseinkunn eða forsetningarlið) hvert úr tilteknum hópi eða af tiltekinni gerð
 dæmi: hvert ykkar systkinanna er yngst?
 dæmi: við gátum ekki munað hvert af tækjunum var bilað
 2
 
 (í upphafi beinnar spurningar eða spurnaraukasetningar; stendur með so. "vera" og nafnorði (x) (oftast með ákveðnum greini) og svarar til þess) hvers eðlis er tiltekið x, hvað einkennir x
 dæmi: hvert er hlutfallið milli vatns og sements í steypunni?
 dæmi: í vegabréfaeftirlitinu var spurt hvert erindi okkar til borgarinnar væri
 3
 
 (um þrjá eða fleiri) sérhvert í tilteknum hópi eða af tilgreindri gerð
 dæmi: hvert hérað á sínar hefðir
 dæmi: þeir nota hvert tækifæri til þess að spjalla saman
 dæmi: hann las hvert einasta orð hátt og skýrt
 dæmi: hvert þeirra um sig fékk bók í verðlaun
 hver
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík