Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

haga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 haga sér <vel>
 
 sýna <góða> hegðun, koma <vel> fram
 dæmi: ef þið hagið ykkur vel fáið þið ís
 dæmi: hann hagaði sér eins og fífl í matarboðinu
 2
 
 koma (e-u) (þannig) fyrir, sjá til þess að e-ð verði e-n veginn
 dæmi: hún hagaði því svo til að þær sátu saman í rútunni
 það hagar svo til <þar>
 
 það er þannig þar (að ...), aðstæður eru þannig þar
 dæmi: þar hagar svo til að fjárhúsið er fremur langt frá bænum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík