Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

geð no hk
 
framburður
 beyging
 skaphöfn, skap
  
orðasambönd:
 blanda geði við <hana>
 
 eiga samskipti við hana, tala við hana
 gera <honum> gramt í geði
 
 gera hann reiðan, pirraðan
 gera <honum> til geðs
 
 þóknast honum
 dæmi: ég vil ekki gera henni það til geðs að viðurkenna mistök mín
 hafa ekki geð í sér til að <biðja hana um hjálp>
 
 geta ekki fengið sig til þess biðja hana um hjálp
 <honum> er þvert um geð að <samþykkja þetta>
 
 hann er mótfallinn því að samþykkja þetta
 <mér> fellur <þetta> vel í geð
 
 mér líkar þetta ágætlega
 <taka verkefnið að sér> með glöðu geði
 
 taka verkefnið að sér fúslega, með ánægju
 <segja þetta> upp í opið geðið á <honum>
 
 segja þetta við hann beint út, án þess að fegra það
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík